Með auknum þroska og skilningi áttar fólks sig á framvindu lífsins. Cohn & Wolfe á  sína eigin tengslaformúlu  eða gildisjöfnu sem starfsemin á Íslandi er grundvölluð á. Með því að fylgja formúlunni er hægt að komast á endastöð – að lífshamingjunni.

Við hefjum lífshlaup okkar nakin og allslaus.Með aldrinum þroskumst við og vitkumst. Með auknum þroska og skilningi gerum við okkur betur grein fyrir því hve margt við eigum ólært. Að átta sig á því skiptir miklu máli um framvindu lífsins hjá einstaklingum. Æskilegt er að líta svo á þessa vitneskju að hún sé fyrsta skref okkar á þeirri þekkingarbraut sem lífshlaup einstaklingsins er og á þeirri braut ættu einstaklingar að halda sig.

Með slíkt viðhorf að leiðarljósi hefur Cohn & Wolfe fundið, sem fagaðili í samskiptum, mikinn samhljóm í ítarlegri rannsókn Harvard-háskóla sem fyrir nokkrum árum fékk töluverða umfjöllun vestanhafs. 

Í 75 ár hafa vísindamenn við Harvard-háskólann fylgst með 268 einstaklingum. Frá skólagöngu þeirra í gegnum skólaárin, stríðsátök, starfsframa, hjónaband, barneignir, skilnað og allt fram í háa elli. Í fyrsta skiptið  hafa blaðamenn  unnið úr niðurstöðum rannsóknarinnar og þeirri mikilvægu innsýn sem hún gefur í lífshlaup mannsins.

Það óvenjulega við Harvard- rannsóknina er að hún einblínir ekki á þátttakendur, heldur lífshlaup heilbrigðs fólks. Ef svara á spurningunni um hvernig best sé að lifa vel, má geta sér til um að skynsamlegra sé að skoða lífskeið með ævi heilbrigðs fólks sem útgangspunkt fremur en óheilbrigðs.

Lítum á nokkur dæmi úr rannsókninni 

Ef hægt er að draga einhvern lærdóm af þeim niðurstöðum rannsóknarinnar sem liggja fyrir eru fimm atriði sem skipta verulegu máli ef markmiðið er lífsfylling og hamingja.

1. Ást skiptir öllu máli og er lykillinn að fullnægjandi ævi. Þetta atriði er tvíþætt; snýst annars vegar um ástina og það að öðlast hana og hinsvegar að úthýsa ástinni úr lífi sínu. Hér erum við strax komin að kjarna málsins og því sem vekur sérstaka athygli almannatengla, sérfræðinga í samskiptum. Hann er að það eina sem skiptir máli í lífinu eru sambönd okkar við annað fólk. Það er hægt að eiga góðan starfsframa, fullt af peningum og njóta góðrar heilsu en án náinna tengsla við annað fólk mun hamingjan renna manni úr greipum.

2. Þessi rannsókn er ekki sú fyrsta sem sýnir fram á það að peningar og völd færi fólki ekki endilega hamingju. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að peningar og völd skipti máli í lífi nútímafólks en þegar frá líður þá verður samhengið skýrara og vægið minna. Í raun er nóg að vera sáttur í vinnunni, peningar og völd skipta litlu máli í stóra samhenginu.

3. Tengsl skipta sköpum. Þetta á bæði við um tengsl við fólk og tengsl við eigin störf. Náin tengsl koma hér enn og aftur fram og draga úr stressi, bæta heilsuna og auka lífslíkur.

4. Áskoranir sem opna augu manns gera manninn hamingjusamari. Þroskaferli ævinnar snýst um að hætta að hugsa eingöngu um eigin hag og einbeita sér að góðum samskipum. Að öðrum kosti eigum við erfitt með að takast á við breytingar og snúa vonlausri stöðu okkur í hag. Við tökumst á við breytingarnar og náum tökum á þeim með nýjum sjónarhornum sem við getum öðlast fyrir tilstuðlan áskoranna.

Verum örugg í samskiptunum

Cohn & Wolfe á  sína eigin tengslaformúlu sem starfsemin á Íslandi er grundvölluð á. Ráðgjafar Cohn & Wolfe nálgast viðskiptavini sína af virðingu og heilindum og skapa þannig traust. Traustið kallar á aukna samvirkni sem stuðlar að nánum tengslum. Þetta er meginástæða þess að viðskiptavinir Cohn & Wolfe hér heima og erlendis hafa átt í viðskiptum við fyrirtækið um árabil. Góð mannleg samskipti leiða til lífshamingju.  

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)