Frásagnarformið er ævaforn leið til að koma skilaboðum áleiðis. Fáðu Cohn & Wolfe til að segja frá því hvað þitt fyrirtæki er að gera.

Fólk hefur frá öndverðu vilja láta segja sér sögur. Þetta eru allt frá ævintýrum í æsku sem foreldrarnir segja börnum sínum á kvöldin, Íslendingasögurnar sem þeir fullorðnu lesa um hetjur fortíðar eða bíómyndirnar þar sem við horfum á andstæðinga etja kappi á hvíta tjaldinu. Fréttir eru auðvitað ekkert annað en ákveðið form af sögum af fólki og stöðu þess í heiminum.

Boðrásir varðveita sagnaformið

Sögur eru samskiptaform, miðlun skilaboða. Boðmiðlun.  Ef vel tekst til vekja sögurnar eftirtekt. Sagnaformið bæði tengir fólk saman og færir hlustanda/lesanda nær viðfangsefninu.

Sögur hafa líka áhrif. Þær fræða lesendur um heiminn, kenna þeim að leggjast ekki í rúm bjarnanna og skilja eftir sig tætingslega  slóð eins og Gullinbrá. Þær draga upp mynd af viðfangsefninu í hugum þeirra sem á þær hlýða eða lesa t.d. í dagblöðum eða á vefnum.

Sagnaformið sem miðlun skilaboða gagnast fyrirtækjum. Með góðri sögu er dregin upp mynd af fyrirtækjum, vörum þeirra og kostum og lesendur fræddir í leiðinni. Talað hefur verið um það um nokkurt skeið að markaðsfærsla af gamla skólanum heyri brátt sögunni til eða að auglýsingar virki ekki. Öðru máli gegnir um frásögnina. Góð saga sem vekur eftirtekt lifir lifa í formi frétta sem sérsniðnar eru fyrir flókinn heim í nútíma fjölmiðlun. Rétt eins og ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn sannar þá skilar frásögnin árangri – hún lifir alla.

Fáðu fagmenn til að segja frá þínum ævintýrum

Cohn & Wolfe er stefnumótandi ráðgjafafyrirtæki og við erum stefnulegir ráðgjafar, strateg taktískir sérfræðingar í boðmiðlun. Við skilum af okkur verki sem leiðir til hagræðis fyrir viðskiptavinina með öðruvísi vinnuaðferðum og aðferðafræði. Aðferðafræðin miðar að því að koma upplýsingum á framfæri og lágmarka misvísun skilaboða. Þetta er samhæf boðmiðlun sem er miðlæg stýring allra skilaboða fyrirtækisins (e. Integrated Corporate Communicaton). Tilgangurinn er að ná samþættingu firmamerkis eða vörumerkis og byggist á hugsuninni að minnka áhættu í rekstri fyrirtækja, stofnana, félaga og samtaka. Það er meðal annars gert með fréttum af fyrirtækjum og vörum þeirra og færa þær nær lesendum og hlustendum, bæði þeim sem fyrirtækið vill ná til og þeirra sem vita ekki af því á hverju þeir þurfa á að halda. Gott íslenskt nafn er ekki til yfir þennan geira fjölmiðlunar. Upp á ensku heitir hann corporate brand journalism. Ef þér, lesandi góður, dettur í hug góð þýðing máttu gjarnan senda okkur hana.

Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að búa til vörumerki viðhalda því og styrkja orðspor þess. Boðmiðlunin, frásögnin, fréttin af fyrirtækjunum og vörum þess, tekur mið af bæði miðli og móttakanda. Það leggur grunn að varanlegum árangri. Viðskiptavinir Cohn & Wolfe geta hætt sér út fyrir stíginn í skóginum – ævintýrin hjá okkur eru öðruvísi.

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)