Eldgos getur ógnað öryggi fyrirtækja í rekstri þó að eldfjallið sé víðsfjarri starfsstöð. Fyrirtæki sem vilja ekki hætta á vinnustöðvun þurfa að meta hvernig eldgos geta haft áhrif og hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu fyrirtækja af þeirra völdum. Þau þurfa að gera áætlun.Við hjá Cohn & Wolfe tökum áhættuna af eldgosum alvarlega og vonumst til þess að viðskiptavinir okkar geri það líka. Til að auðvelda forsvarsmönnum fyrirtækja að meta áhættuna sem þeirra fyrirtæki stendur frammi fyrir höfum við útbúið bækling þar sem farið er yfir hvernig þau geta sjálf útbúið sína eigin eldgosaáætlun.

Góð áætlun dregur úr áhættu

Einhverjum kann að þykja það heldur langt gengið að gera áætlun um viðbrögð við eldgosum. Eldgos eru ekki algengur viðburður og reynslan af gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010, þegar flugsamgöngur í Evrópu lömuðust af völdum öskunnar, er að verða minningin ein.

Rétt er að hafa í huga að þó eldgos séu blessunarlega ekki algeng er fyrirvarinn þegar þau verða yfirleitt lítill sem enginn, og afleiðingarnar geta orðið gríðarlegar.

Fyrsta skrefið er að átta sig á hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Út frá því má finna út hvort vinna þarf í forvörnum, og þá hverjum eða hver viðbrögðin eiga að vera þegar á reynir.

Áætlun virkar sjaldnast án ábyrgðarmanns

Í bæklingnum sem Cohn & Wolfe hafa unnið er mælt með því að fyrirtækin finni einn ábyrgðarmann sem sér til þess að gerð verði áætlun. Ábyrgðarmaðurinn þarf ekki að vinna alla vinnuna sjálfur, en hann ber ábyrgð á því að hún sé unnin.

Til að koma boltanum af stað eru í bæklingnum tékklistar sem ábyrgðarmaðurinn getur notað sér. Þar er farið yfir hvernig best er að gera áætlunina, rekstrarlega þætti í áætlanagerðinni og aðgerðir til að viðhalda rekstri á meðan eldgosi stendur.

Ábyrgðarmenn, eða þeir sem ábyrgðarmenn fá til verksins, þurfa að fylgjast grannt með á meðan eldgosi stendur. Hér að neðan eru nokkrar vefsíður sem gott er að fylgjast með.

Ábyrgum stjórnendum fyrirtækja sem hafa áhuga á að innleiða áætlun sem þessa í sínu fyrirtæki eru hvattir til að hafa samband við okkur hjá Cohn & Wolfe Íslandi og fá eintak af nýja bæklingnum okkar. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)