Aðdáendur tækja og tóla frá Apple eru eins og krakkar í nammibúð á hverju hausti og geta vart beðið eftir nýjasta iPhone-síma fyrirtækisins þetta árið. 

Eftirvæntingin var sér staklega mikil í ár enda búið að byggja upp mikla spennu í aðdraganda kynningar á því nýjasta úr smiðju Apple. Nokkrar græjur er að koma út, iPhone 6 og iPhone 6 plus í vikunni auk næstu kynslóðar stýrikerfisins sem þeir keyra á, iOS 8. Margir bíða svo eflaust spenntir eftir snjallúrinu iWatch. Úrið er væntanlegt á markað snemma á fyrri hluta næsta árs og verður því beðið með umfjöllun um það hér.

Litli bróðir og stóri bróðir

En aftur að símunum tveimur. Þegar Tim Cook, forstjóri Apple, og fleiri lykilstjórnendur Apple, kynntu símana á dögunum gengu flestar ef ekki allar væntingar iPhone-eigenda eftir. Báðir símarnir eru stærri en iPhone 5s og munar þar talsverðu. Þá ættu þeir að kætast sem hafa horft löngunaraugum á  síma undir merkjum Samsung Galaxy, LG G3 og álíka tækja sem eru eru um og yfir fimm tommunum. 

Umfjallanir erlendra tæknispekúlanta hafa verið að hrannast upp í netheimum og eru þeir ekki á eitt sáttir um kosti og galla tækjanna nýju. Þeir sameinast þó um það að minni gerð iPhone 6 sé hentugt tæki. Sumir segja Plúsinn í stærri kantinum, jafnvel of stóra græju. Síminn geti samt fallið þeim í geð sem langi í litla spjaldtölvu sem gengur á stýrikerfi Apple. 

Hvað finnst öðrum?

Helstu ágreiningsefnin eru þau hvort rafhlaðan hafi batnað frá iPhone 5s eður ei, hvernig síminn fer í hendi (sumir vara við því að rúnnaðar brúnir og áferðin á símanum auk hættuna á að hann bókstaflega renni úr höndum notenda) og hvað það þýði að myndavélin aftan á símanum skagi eilítið út úr honum. Nokkrir, þar á meðal greinahöfundur CNet, tekur undir með kollegum sínum að ýmis framfaraskref hafi verið stigin; þótt Apple hafi ekki skellt sér í kapphlaupið um flesta dílana þá hafi gæði myndavélarinnar verið bætt nokkuð frá iPhone 5s. Á móti sé hætt við að síminn vegi salt á myndavélinni þegar hann liggur á borði og valdi tjóni á linsunni. 

Bandaríska tímaritið Fortune hefur á vef sínum tekið saman umfjöllun nokkurra um mat á báðum gerðum nýja iPhone-símans. Flestir eru mjög jákvæðir í garð símans þótt þar sé deilt um það hvort það hafi verið jákvætt skref fyrir Apple að setja stærri gerð símans eður ei. 

Í danska viðskiptablaðinu Börsen má líka lesa samantekt tækniáhugafólks um símana.  

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)