Notkun myndbanda getur verið mjög góð og skilvirk leið til kynningar og upplýsingagjafar á félagsmiðlum. Fyrirtæki og félög nýta sér það í auknum mæli enda tæknilegar lausnir innan handar.

Tækni til upptöku er aðgengilegri en áður. Flestir betri snjallsímar búa yfir kvikmyndatökubúnaði sem uppfyllt geta gæðakröfur til félagsmiðlunar og myndbandsveitur eins og Youtube og Vimeo eru notendavænar.

Myndbönd, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, eru vænt efni á félagsmiðlum. Fylgjendur kunna að meta vönduð myndbönd og dreifa þeim áfram. Þar er hægt að koma skýrum skilaboðum á framfæri til margra einstaklinga á skömmum tíma.

Myndband á Youtube: ekki of langt, ekki of stutt

Nýlega var gerð ítarleg athugun á því hjá Socialbakers hvernig vörumerki í mismunandi flokkum settu fram sín myndbönd á Youtube og hvaða lengd væri æskileg til áhorfs og dreifingar. Niðurstöðurnar eru að sjálfsögðu háðar ýmsum breytum.

Langflest myndbönd á Youtube tengd vörumerkjum eru 31-120 sek. og þar af flest 61-90 sek. Hins vegar er mest áhorf á myndbönd 31-60 sek.

Minnst er áhorfið á stystu myndböndin.

Hver er munurinn á tölvunörd og tískufrík?

Með nánari sundurliðun skera tveir flokkar sig úr. Mun meira áhorf er á stystu tískumyndböndin (0-15 sek.) en stutt myndbönd í öðrum flokkum. Og hugbúnaður er eini flokkurinn sem fær meira áhorf á myndbönd sem eru lengri en 90 sek.

Stutta svarið við spurningunni sem sett er fram í fyrirsögn gæti því verið: hálf til tvær mínútur. Stutta svarið getur verið ágætis viðmiðun en er þó sjaldan fullnægjandi.

Um myndskilaboð gildir það sama og um önnur skilaboð. Þau komast til skila til þeirra sem hafa áhuga en ekki til hinna. Í því sambandi getur lengd myndbands verið breyta sem skiptir litlu máli.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)