Eins undarlega og það hljómar þá voru bein samskipti hefðbundinna almannatengla við einstaklinga yfirleitt mjög lítil hér áður fyrr. Í dag eru þau daglegt brauð, til dæmis í gegnum samfélagsmiðlana.

 

Nútíma almannatengsl eru alltaf á vaktinni. Áður fyrr komu dagblöð út á ákveðnum tímum og hægt var að fylgjast með fréttatímum ljósvakamiðlanna. Nú koma nýjar fréttir alla daga vikunnar á hvaða tíma sólarhringsins sem er.

Nútíma almannatengsl eru samskipti í rauntíma

Fréttahringurinn hefur styst. Hann var 24 tímar en sennilega nær 60 mínútum í dag. Fólk væntir með öðrum orðum frétta og viðbragða á 60 mínútna fresti í stað sólarhrings eins og áður.

Í raun þarf því að manna fréttavakt fyrirtækisins allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allt árið ef vel á að vera. Fyrirtæki verða að fylgjast með viðhorfi einstaklinga sem getur haft áhrif á orðstír fyrirtækisins.

Á tímum félagsmiðla, bloggs og aðgengilegrar miðlunar hafa almannatengsl aldrei verið mikilvægari því eitt er að miðla og annað að miðla rétt, vel og skilvirkt.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)