Sum almannatengslafyrirtæki bjóða fyrirtækjum og einstaklingum aðstoð við að ná eyrum blaða- og fréttamanna með því að selja netfangalista en fæstir spyrja sig hinsvegar hvort það sé rétta leiðin.

Þegar kemur að útsendingum á fréttatilkynningum er ýmislegt sem þarf að hafa í huga ef markmiðið á að vera að koma tilteknum skilaboðum í gegn með það fyrir augum að hafa áhrif á viðhorf fólks. 

Nútíma PR fyrirtæki beitir ekki haglabyssuaðferðinni við slíka vinnu vegna þess að reynslan sýnir að það er betra að byggja upp traust á milli fyrirtækja og fjölmiðla því það er grundvöllurinn sem boðskipti þeirra á milli byggir á. 

Með öðrum orðum þá er það fagaðilinn sem er besta tryggingin fyrir því að skilaboð komist í gegn svo hægt sé að hafa áhrif á viðhorf móttakanda skilaboðanna.

Ef þessi aðferð er borin saman við netfangalistann þá kemur í ljós að sú aðferð grefur í raun undan trausti á fyrirtækinu sem nýtir sér þá leið. 

Ástæðan er sú að góðir fjölmiðlar eru vandfýsnir. Dag hvern fá þeir holskelfu skilaboða, frétta, ábendinga og fréttatilkynninga með ósk um birtingu. Þegar ritstjórnir fá slíkan urmul af efni getur verið erfitt að fá það birt og það fer því oftast beint í ruslið.

Margir leitast því frekar við að byggja upp persónulegt samband við blaðamenn en það er líka röng aðferðafræði því þá leikur vafi á fagmennsku viðkomandi almannatengils. Er hann að sinna eigin hagsmunum eða er hann raunverulega að sinna hlutverki almannatengilsins að miðla sjónarmiðum að teknu tilliti til allra hagaðila.

Snýst ekki um magn, heldur gæði

Erlendis hafa góðar almannatengslastofur horfið frá fjölmiðlalistum en þess í stað gefið sér tíma til að finna áhugavert sjónarhorn á það efni sem þeir miðla. Fyrir vikið senda almannatengslafyrirtæki nú til dags frá sér mun færri tilkynningar. Þrátt fyrir það hafa fæst meira birt. Þetta finnst ábyggilega mörgum mótsagnakennt.

Formleg samskipti Cohn & Wolfe í þágu viðskiptavina sinna eru grunnur að öryggi þeirra. Með stöðlun faglegra samskipta og fagmennsku eru líkur á því að siðferði batni og skilningur á siðferði verði útbreiddari. Virðingin felst í formlegum samskiptum og það kunna fjölmiðlar að meta. Það er það sem skilar besta árangrinum.

Ástæðan er einföld. Það getur aldrei verið um samstarf að ræða á milli almannatengils og fjölmiðlamanns. Almannatengillinn sinnir sínu starfi með faglegum hætti, afhendir upplýsingarnar svo til blaðamannsins sem sömuleiðis verður að vinna efnið faglega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)