Almannatengsl snúast í kjarna sínum um það að segja hvað er verið að gera og gera það sem verið er að segja. En það er alls ekki eins auðvelt og það hljómar. Stefnumótandi almannatengsl eru hugsuð fyrir stjórnendur og annað áhrifafólk sem vill skapa, þróa og ná fram ákveðinni stefnu í þeim tilgangi að hafa áhrif á viðhorf annarra til tiltekins verkefnis eða málefnis. 

 

Almannatengsl snýst þannig um þau viðhorf sem eru sköpuð í kjölfarið af því að fyrirtæki segir og gerir eitthvað. Það er því nauðsynlegt að ástunda almannatengsl í flestum tilfellum. Ef ekki er bent á það sem vel er gert þá er hæpið að einhver frétti af því. Þá má heldur ekki gleyma því vaxandi hlutverki nútíma almannatengsla að gefa rétta mynd af starfsemi fyrirtækis, eða öðrum kosti hjálpa fyrirtækinu að þróa starfsemi sína í æskilega átt.

Orðspor er dýrmætt og byggir á heilindum og heiðarleika, trausti. En orðsporið er viðkvæmt líka enda er beint samhengi á milli orða og athafna. Samvirknin í almannatengslum næst með því að skapa jákvæðan hring væntinga og frammistöðu með mælanlegum hætti. Í því felast gæði. Vitneskjan um þetta og aðferðafræðileg þekking á þeim kröftum sem að baki þessu liggja eru lykillinn að vel heppnuðum almannatengslum. 

Hafðu samband ef þú vilt vita meira.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)