Sir Martin Sorrel hefur verið forstjóri WPP, móðurfélags Cohn & Wolfe Íslandi, um langt skeið. Það var árið 1986 sem Martin  tók við stöðu forstjóra og skömmu síðar hóf hann að byggja upp það veldi sem WPP er í dag.

En hvað segir leiðtoginn um skapandi tækni og það umhverfi sem við finnum okkur í?

WPP byggir á ákveðinni hugmyndafræði og Martin Sorrel er maðurinn sem alltaf veitir smáatriðum athygli og veit nákvæmlega hvað er framundan á sviði boðskipta. Undanfarið hefur Martin einbeitt sér að nýmörkuðum, stafrænni þróun, gagnanýtingu og láréttri hugsun.

En Martin talar ávallt um efni og innihald líka. Margir eru farnir að leggja við hlustir þegar þetta stef er farið að verða kunnuglegt. Ástæðan er einföld. Hún er sú að eftir því sem miðlum fjölgar þá verður innihald mikilvægara. Þetta hefur sést hjá fyrirtækjum WPP um langt skeið. Á meðan aðrir byggja á útliti og formgerð með hugarfarið „mynd segir meira en 1000 orð“ þá byggja nútíma almannatengsl og boðskipti á áhugaverðu efni fyrst og fremst.

Fyrir skapandi tækni í geiranum hefur þessi vitneskja haft afgerandi áhrif undanfarin misseri. Áherslan á vel unnið efni – innihaldsríkt efni - eykst stanslaust. Formgerðin skiptir einfaldlega minna máli en innihaldið hjá fyrirtækjum undir hatti WPP. Vel unnið efni dreifir sér sjálft – lárétt – og plássið er ekki einu sinni keypt.

Annað sem Martin hefur reynt að breyta er það hvernig hugtakið skapandi er notað. Venjulega hefur verið samasemmerki á milli sköpunar og grafískra hönnuða eða hugmyndasmiða í auglýsingageiranum. En sköpunargáfan liggur ekki síður í því að kunna að útfæra áætlanir og fylgja þeim eftir. Langstærsti hluti vinnunnar snýst um aðferðafræði og hvernig henni er beitt. Fréttin sem birtist og hvaða mynd var valin er minnsti hluti vinnunnar. Skapandi tækni styður við þetta nýja hugarfar.

 

 

 

 

 

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)