DNA þráður í tvöföldum helix

Útkall Íslenskrar erfðagreiningar og Landsbjargar er umdeilt fyrirbæri. Þar er beitt samfélagslegum þrýstingi af tvennum toga til kalla fram viðbrögð og aðgerðir.

Hinn samfélagslegi þrýstingur felst í: 1) að leggja sitt af mörkum til rannsókna í heilbrigðisvísindum og 2) að styðja við bakið á merkilegu starfi björgunarsveitanna í landinu.

Heilbrigðisrannsóknir og starfsemi björgunarsveitanna njóta almenns velvilja í þjóðfélaginu. Með áminningum og með því að gera styrkveitingu auðvelda bregðast margir vel við.

Af hverju að láta undan þrýstingi?

Þegar nágranni biður um að fá lánaða eina mjólkurfernu þá beitir hann þrýstingi. Sé þrýstingurinn eðlilegur er auðvelt að taka sjálfstæða ákvörðun og bregðast við á eigin forsendum.

Fylgi beiðninni hótun um ofbeldi eða skemmdarverk telst þrýstingur hins vegar of mikill. Þá getur viðbragð stýrst af ótta og gegn eigin sannfæringu. Forsendur eru brostnar.

Einhvers staðar þarna á milli liggja mörkin milli hins eðlilega og óeðlilega. Þ.e. þegar samviska og sannfæring einstaklingsins lætur undan þrýstingnum þá er hann orðinn of mikill.

Þrýstingur frá sjónarhorni almannatengsla

Ef þrýstingur er skoðaður út frá sjónarhorni almannatengsla er nauðsynlegt að aðskilja nútíma almannatengsl frá gömlum almannatengslum.

Að beyta þrýstingi var hluti af gömlum almannatengslum t.d. með áróðri. Nútíma almannatengsl felast hins vegar í því að upplýsa og varpa ljósi á mismunandi sjónarhorn.

Gæði nútíma almannatengsla felast því í því að veita einstaklingnum réttar forsendur til ákvarðanatöku en láta auglýsingum eftir að beita þrýstingi.

Til hvers að beita þrýstingi þegar einungis er þörf fyrir áminningu?

Þrýstingur ýtir fólki yfir þröskuldinn frá hugsunum til aðgerða. Í Útkalli virðist tilgangur með Landsbjörgu m.a. að auka þrýsting - betri skil, hærri tíðni aðgerða.

Setur aðkoma Landsbjargar þrýsting Útkalls yfir eðlileg mörk? Til að hefja slíkt yfir allan vafa hefði ÍE getað veitt Landsbjörgu fasta þóknun fyrir samstarf óháð heimtum á lífsýnum.

Í þrýstingi felst drifkraftur en næmni og viðnám gagnvart honum er afar mismunandi. Þungi hans og eðli eru síðan stór siðferðisspursmál sem ekki verður undan vikist hverju sinni.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)