Við höfum stundum sagt hér hjá Cohn & Wolfe að án skilnings séu engar líkur á vægð. Þessa setningu er hægt að máta í ýmsum aðstæðum og á ýmsa vegu.

Í þessum pistli verður hún skoðuð út frá Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að skeggjaða dragdrottningin Conchita Wurst frá Austurríki kom sá og sigraði með laginu Rise Like a Phoenix.

En líkt og þegar kynskiptingurinn Dana International bar sigur úr bítum í keppninni fyrir Ísrael 1998 voru ekki á allir á eitt sáttir þá frekar en nú.

Í frétt á Eyjunni   er greint frá niðurstöðum Alans Renwick, kennara við Reading háskóla í Englandi sem er einn helsti sérfræðingur heims í kosningakerfum. Hann rýndi í úrslitin út frá viðhorfi Evrópuríkja gagnvart minnihlutahópum.

Það ætti ekki að koma á óvart að A-Evrópa er mun þröngsýnni þegar kemur að minnihlutahópum en V-Evrópa. Á það ekki síst við um minnihlutahópa og sérstaklega þá sem ekki eru gagnkynhneigðir.

Þetta vægðarleysi grundvallast á tvennu: skilningsleysi og ótta við það sem er frábrugðið manni sjálfum. Sé þetta hvorutveggja til staðar er því ólíklegt að fólk sýni öðrum sjónarmiðum en eigin skilning. Þess vegna er einn af megintilgangi almannatengsla af svipta hulunni af upplýsingum og sýna fram á ný og áður óþekkt sjónarhorn og vonast til þess að það sé a.m.k. byrjunin á því að auka skilning móttakandans, minnka fordóma hans og auka honum víðsýni.

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)