Það er stundum sagt að hitt og þetta sé gengisfellt. Í þessari grein verður ekki átt við gengisfellingu í hefðbundnum skilningi, heldur í samhengi orðanna.

Tungumál eru mannana smíð og því undirorpin breytingum. Þetta sést best á þeim nýyrðum sem hver kynslóð eða hópur temur sér og eru breytileg frá einum tíma til annars. Sú breyting er frekar hröð og má benda á að orðabók um slangur og slettur frá árinu 1983 er löngu orðin úrelt nú rúmum 30 árum síðar.

Það er líka athyglisvert að nýyrði geta aðeins orðið til í sumum orðflokkum. Einungis nafnorð, sagnorð og lýsingarorð eru móttækileg fyrir nýyrðum. Orðflokkar eins og atviksorð og forsetningar eru lokaðir orðflokkar sem merkir að ný orð geta ekki bæst í þá.

Svo deyja sum orð einfaldlega út vegna lítillar notkunar eða breyttra atvinnuhátta. Má þar nefna orð sem voru lýsandi fyrir gamalt handverk, búnað eða vinnuaðferðir í landbúnaði og sjávarútvegi.

Að lokum má nefna orð sem eru tekin úr sínu upprunalega samhengi og sett í nýtt. Þetta er oft gert hjá stjórnmálaflokkum eða hagsmunahópum til að styrkja tiltekinn málstað eða skoðun eða gera lítið úr andstæðingum sínum. Orð sem notuð eru fyrir frelsi eða réttindi eru oft tekin og merking þeirra heimfærð upp á ákveðna hópa á skjön við upphaflega merkingu orðanna.

Svarið við þeirri spurningu sem lagt var upp með er því neitandi. Við getum gengisfellt orð og hugtök að því leyti að þau fái nýja vinkla og merkingareindir en eðli tungumála er að vera síkvikt og lifandi. 

Kynslóðir eða hópar eru ekki handhafar þess valds að skilgreina orð og hugtök tungumálsins í eitt skipti fyrir öll. Slík réttindi eru ekki til og handhafar orðræðunnar munu alltaf gegna því hlutverki tímabundið.    

 

 

 

 

 

 

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)