Auðlindir eru bjargráð þjóða og ríkja. Stjórnun ríkja felst í stjórnun á aðgengi að auðlindum. Og aðgangur að einni auðlind getur hindrað aðgang að annarri, varanlega eða tímabundið.

 

Í lýðræðisríkjum eru ríkisstjórnir kjörnar í hlutverk. Hlutverkið er að hagræða bjargráðum ríkisins. Bjarráðin geta t.d. falist í fiski í sjó, orku fallvatna og fallegri náttúru.

Aðgengi kostar

Bókasafnskort kostar lítið og það veitir takmarkað aðgengi. Með því er hægt að nálgast allar jólabækurnar en það kostar stundum langan biðtíma. Og maður verður að skila þeim fljótt aftur.

Að kaupa jólabækurnar veitir mun betra aðgengi en það kostar líka margfalt meira. Og slíkur kostnaður getur hindrað annað aðgengi. T.d. að jólasteikinni eða áramótaflugeldunum.

Aðgengi kostar en það getur líka skilað ávöxtun. Sá sem kaupir sér allar jólabækurnar getur verið fljótur að afla sér gagna og upplýsinga. Það getur veitt annars konar aðgengi.

Stjórnmál felast í því að meta aðgengi

Í stjórnmálum er tekist á um forgangsröðun aðgengis. Er aðgengi A mikilvægara en aðgengi B? Hvað kostar aðgengið? Hverju er fórnað? Og hvað fæst í staðinn? Um þetta er kosið á nokkura ára fresti.

Á Íslandi snúast viðfangsefnin t.d. um nýtingu á orku fallvatnanna. Aðgangur að orkunni getur hindrað aðgang að ósnortinni náttúru. Í staðinn getur fengist fjármagn sem veitir annað aðgengi.

Ferðamenn vilja kaupa sér aðgengi að merkilegri náttúru Íslands. Með því takmarka þeir að einhverju leyti aðgengi að orkunýtingu og aðgengi þess fámenna hóps sem áður naut ósnortinnar náttúru.

Kyrrstaða er ekki kostur

Nú er tekist á um hvort eða hvernig eigi að rukka ferðamenn fyrir aðgang að náttúruperlum á Íslandi. Ferðamenn borga skatta og gjöld af ýmsu tagi. En eiga þeir að borga beinan aðgangseyri að náttúrunni?

Án stefnumótunar munu náttúruperlur á Íslandi mást og eyðast án viðunandi ávöxtunar. Aðgangur að þeim mun hverfa varanlega og ekkert koma í staðinn.

Kyrrstaða er ekki kostur því veröldin geysist áfram í tíma og rúmi. Ríksisstjórn, Alþingi, sveitarstjórnir, landeigendur og almenningur á Íslandi verður að ákveða hvernig hagræða á þeim bjargráðum sem felast í náttúrperlunum.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)