Það er áhugavert að velta fyrir sér afleiðingum breytinga sem hafa önnur áhrif en ætlunin er. Þetta á við um það þegar svæðisútvarp RÚV var lagt niður og helsti vettvangur til skoðanaskipta fyrir sveitarstjórnarkosningar hvarf með því.

Upplýsingahalli snýst í raun um þá tortryggni sem skapast þegar almenningur gerir sér grein fyrir því að aðgengi að upplýsingum er ekki frjálst og óhindrað. Upplýsingahallinn er svo munurinn á milli þeirra sem ráða yfir upplýsingum og þeirra sem ekki ráða yfir upplýsingum. Til að setja þetta í samhengi mætti taka dæmi af þeim reglum sem settar eru um innherja í fyrirtækjum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hvernig markaður myndi þróast þar sem hægt væri að misnota innherjaupplýsingar fyrir tilstuðlan upplýsingahallans. 

Margt stuðlar að upplýsingahalla

Ekki aðeins skiptir það máli að til sé vettvangur, eins og til dæmis svæðisútvarp, til að ræða lýðræðisleg málefni í aðdraganda kosninga heldur skiptir líka máli hvernig upplýsingaflæði getur beinlínis ýtt undir upplýsingahalla. Þá er átt við til dæmis athugasemdir við fréttir, blogg, tíst og ýmislegt sem getur haft áhrif á umræðu án þess þó að grundvallast endilega á staðreyndum. Hjá Cohn & Wolfe segjum við oft að án skilnings séu engar líkur á vægð. Það þýðir að ef upplýsingar liggja ekki fyrir eða eru ekki aðgengilegar er fólk líklegt til að sýna sjónarmiðum annarra vægðarleysi. Vægðarleysið grundvallast á skilningsleysinu. Fordómar eru af sama toga. Það er þess vegna sem meginhlutverk nútímaalmannatengsla er að miðla upplýsingum svo hægt sé að skapa skilning á sjónarhornum sem annars væru móttakandanum hulin. Og þá erum við aftur komin að svæðisútvarpinu og sveitarstjórnarkosningunum. Þegar ein boðrás, sem ráðið hefur stórum hluta upplýsingagjafar, er felld niður getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýðræðið. Nauðsynlegt má telja að opna verði nýja boðrás til miðlunar upplýsinga. Þótt ekkert standi beinlínis í vegi fyrir því að einkaframtakið taki við keflinu frá RÚV þá má þó vera að fjárhagslegur fýsileiki þess sé lítill. Eftir stendur spurningin um hlutverk RÚV sem miðils í almannaþjónustu og sú staðreynd að lýðræðið líður vegna upplýsingahallans í aðdraganda kosninga.

 

 

 

 

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)