Einfalt. Þetta er orð sem gripið er til þegar eitthvað skortir. Einfalt kann að hljóma... einfalt, en það er síður en svo einfalt að skrifa eitthvað einfalt. Venjulega er gripið til þessa orðs þegar eitthvað skortir. 

Það sem oftast skortir þegar gripið er til orða eins og "einfalt" er tími til að sinna almennilega því sem óskað er eftir, eða færni vantar til að greina hvað það er sem raunverulega þarf.

Hér eru þrjú góð ráð sem krefjast færni þess sem skrifar en þau sýna jafnframt lesandanum að hann ber ábyrgð á sjálfum sér og ef hann gerir sér grein fyrir því þá mun hann lesa alla leið til enda af áhuga.

1. Hugsaðu um hvaða áhrif þú vilt að móttakandi skilaboðanna verði fyrir. Hugsaðu svo um hvernig þú getur best náð þínum boðskap í gegn.

2. Skrifaðu hnitmiðað og af ástríðu. Reyndu svo að skera allt sem ekki er nauðsynlegt skilningnum frá textanum.

3. Einbeittu þér að kjarnaskilaboðunum og láttu það vera að útskýra röksemdarfærslur með mismunandi vinklum. Það er líklegra til að rugla skilaboðin.

Ef þér tekst að gera þetta ættir þú að hafa skýran texta sem gefur heilmikinn skilning umfram það sem raunverulega var sett á blað – líkt og ísjaki – þá er textinn miklu ríkari en hann lítur út fyrir að vera og lesandanum hefur verið sýnd tilhlýðileg virðing.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)