Nú eru 10 ár liðin frá því Facebook var stofnað af Mark Zuckerberg ásamt nokkrum skólafélögum við Harvard-háskólann til að auðvelda samskipti þeirra.

Það sem upphaflega átti að tengja saman nokkra skólafélaga vatt heldur betur upp á sig. Í lok janúar 2014 voru notendur síðunnar ríflega 1200 milljónir og félagið metið á 134 milljarða bandaríkjadala.

Það er óhætt að segja að enginn annar hlutur síðasta áratugar hafi haft jafnmikil áhrif á líf jarðarbúa og samskiptasíðan Facebook.

Facebook er langvinsælast samfélagsmiðlanna. Allir eru á Facebook. Börn, foreldrar og afi og amma. Fólk fer í meðferð vegna Facebook fíknar, líkt og fólk fer í áfengis- og vímuefnameðferð.

Slík eru áhrif Facebook orðin á líf okkar. Í vikunni hefur þessa afmælis verið minnst í fjölmiðlum þar sem menn hafa fjallað um hve gríðarleg áhrif þessi miðill hefur haft á líf okkar þar.

Við erum orðnir útsendingastjórar í eigin lífi þar sem við deilum uppvexti barna, nýjum og spennandi uppskriftum, ferðalögum, og já öllu milli himins og jarðar.

Við erum orðnir að rithöfundum í eigin lífi sem við deilum í síauknum mæli með vinum og kunningjum og í raun hverjum sem hafa vill og kærir sig um.

Sumir hafa haldið því fram að ungt fólk sé að flýja Facebook og velji aðra miðla á borð við Instagram og Twitter fyrir nethegðun sína. Sumir hafa einnig spáð fyrir um endalok miðilsins og verður fróðlegt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þennan miðil sem hefur öðru fremur haft mest áhrif á líf fólks undanfarin tíu ár.

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)