Við höfum fjallað um hugtakið „siðglöp“ hér á síðunni okkar þar sem við höfum útskýrt það og skilgreint og rakið í stuttu máli ástæður þess. Hjá okkur nær orðið yfir verknað vítaverðs siðferðislegs gáleysis sem leiðir til þess að reglum og hefðum er ekki fylgt.

Á undanförnum árum hefur verið fjallað um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Á það ekki síst við eftir hrunið þar sem samfélagið og skattþegnar landsins þurftu að taka á sig auknar byrðar í kjölfar hruns innlendra banka- og fjármálastofnana.

En samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja nær lengra. Hún varðar virka þátttöku fyrirtækjanna í samfélaginu umfram þess sem krafist er í lögum eða reglum fyrirtækisins.

Ef við skoðum hinsvegar fagmanninn þá er hann andstæða þess sem fremur siðglöp. Fagmaðurinn berst gegn því að uppræta kæruleysi og hugsunarleysi og leitar allra leiða við að beita aðferðafræði sinni í eigin þágu, þágu viðskiptavinar og í þágu samfélagsins alls.

Í raun má segja að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja sé ekki ósvipuð þeirri ábyrgð sem hvílir á herðum fagmannsins og þeirra krafna sem hann gerir til sjálfs sín.

Með samfélagslegri ábyrgð eru fyrirtæki hvött til að stuðla að góðu siðferðis í viðskiptum, virðingu fyrir náttúru og umhverfi og sjálfbærni í efnahagslegri framþróun.

Stuðlum að fagmennsku, stuðlum að samfélagslegri ábyrgð og tryggjum þannig sem besta góða viðskiptahætti inn í framtíðina.

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)