Greining, miðlun og túlkun gagna og upplýsinga er mikilvægur þáttur í því hvernig Cohn & Wolfe stundar nútíma almannatengsl. Fyrirtækið hefur styrkst enn frekar á því sviði.

 

Gagnabandalagið (The Data Alliance) er starfrækt innan WPP samsteypunnar. Tilgangur þess er að halda utanum, styðja og styrkja gagnadrifna starfsemi fyrirtækja innan WPP.

Bandalagið var stofnað af fyrirtækjunum GroupM, Kantar, WPP Digital og KBM Group árið 2011. Allt eru þetta fyrirtæki sem sérhæfð eru í rannsóknum og ráðgjöf.

Nú hefur Cohn & Wolfe ásamt JWT gengið í Gagnabandalagið. Gögn frá BrandZ og Brand Asset Valuator hafa nýst vel við ráðgjöf og rannsóknir. Þetta mun veita enn meiri afli inní þann þátt starfseminnar.

Ítarlegar upplýsingar og kortlagning byggð á áreiðanlegum gögnum ásamt skýrum verkferlum og aðferðafræði veitir Cohn & Wolfe forskot sem fá fyrirtæki í almannatengslum geta keppt við.

Þetta kemur okkur hjá Cohn & Wolfe Íslandi að sjálfsögðu til góða og rennir frekari stoðum undir faglega ráðgjöf okkar í nútíma almannatengslum.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)