Ed Ney, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Young & Rubicam frá 1970 til 1989, er látinn. Hann var goðsögn í heimi almannatengla og sá sem fyrstur innleiddi samhæfð boðskipti og okkar frægu „Best alone, Better Together“ aðferðafræði.

Undir forystu Ed voru fest kaup á fjölda almannatengslafyrirtækja eins og Sudler & Hennessey, Wunderman, Burson-Marsteller og Londor sem lögðu grunninn að stórveldinu Young & Rubicam Group. Ed var þeim hæfileikum gæddur að sjá lengra en samferðamenn sínir og í raun starfsgreinin í heild sinni.

Ed gegndi jafnframt stöðu bandaríska sendiherrans í Kanada frá 1989-1992 þar sem hann var ötull talsmaður þess að efla viðskiptasambandið milli þessara tveggja landa og Mexíkó. Árið 1999 settist hann í stól stjórnarformanns emerítus hjá Y&R og leit við á skrifstofunni uns heilsan brast.

Merkilegur maður er fallinn frá og hans verður ábyggilega minnst í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum á næstu dögum og vikum fyrir afrek sín og framsýni. Hans verður sárt saknað.

 

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)