Gróflega talið eru tvær leiðir fram á við til aukinnar hlutdeildar á markaði. Við getum lækkað verð – sem er gott ef skýr stefna leiðir þá ákvörðun.

Við þurfum hinsvegar að gera okkur grein fyrir því að erfitt gæti reynst að hækka verð aftur.

Skilgreining 1: Fullmótuð mörkun. Skilgreining ráðgjafafyrirtækja sem vinna að lausn ósértækra vandamála (Cohn & Wolfe aðferðin): Skynheild vörumerkisins (heild allra einkenna), þar á meðal tilfinningalegir og samfélagslegir þættir þess, auk sjáanlegra og áþreifanlegra eiginleika.

Semsagt þessi aðferð byggir á ekki aðeins á grafískri hönnun eins og skilja má skilgreiningu tvö hér að neðan.


Markmiðabundið ferli til verðbreytinga er jafn áhugvert og ferli mörkunar. Margar ágætar aðferðir eru í boði fyrir verðlækkun eða verðhækkun. Ef leið til lækkunar á verði hentar ekki má velja þá leið að skapa meiningu með því sem við seljum.

Eða skapa því eigið líf og tengsl við félagsleg gildi mannlífsins og þannig mynda hóptilfinningar um það sem við seljum í þeim tilgangi að hækka verð - sem er líka gott - ef það er rétt verð. Allt er þetta spurning um rétta greiningu og þá stefnu sem menn vilja taka.

Skilgreining 2: Hlutamótuð mörkun. Skilgreining auglýsingastofa sem selja sértækar lausnir: Grafískt kerfi til að bera kennsl á vöru eða þjónustu, hvort sem um einstaka vöru/þjónustu er að ræða eða fleiri tengdar vörur/þjónustu.

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)