Markaðsvinna er þróunarvinna. Tilraunir fram og tilbaka. Þessvegna þurfum við þróunaráætlun og sóknarstefnu sem hagstætt leiðir það skipulag sem við vinnum í. Stefna leiðir skipulag og allar aðgerðir eru þrælar stefnunnar. Ekki öfugt einsog oft er sagt.

Markmið og val á leiðum

Vara, þjónusta, verð, boðmiðlun – eru leiðir að markmiðum sem stefnan markar. Reynslan sýnir að stefnur og mælanleg markmið boðmiðlunar eru ekki algengar í íslenskum fyrirtækjum.

Ósértæk vandamál boðmiðlunar eru oftast leyst með sértækum lausnum einsog auglýsingum eða fréttatilkynningum. Kannski er þetta skiljanlegt vegna þess að það er auðvelt að kaupa auglýsingar og skrifa fréttatilkynningu.

Talsverðs misskilnings gætir þegar kemur að vali á leiðum til staðfærslu og mörkunar. Alltof margir boða eina leið. Margir segja að seljandi vöru skipti ekki lengur máli. Eða minna máli en varan sem þeir selja. Þessir segja að nú verði að leggja alla áherslu á að marka vöru og skapa henni stað í ákveðnu félagslegu umhverfi. Um leið eigi ekki að leggja áherslu á að marka nafn seljanda heldur frekar leggja áherslu á vöruna.

Þetta getur verið rétt. En bara í réttu samhengi. Það fer allt eftir því hver á í hlut. Framleiðandinn eða seljandinn! Aðstæður seljanda skipta hann verulegu máli. Það skiptir máli í hvaða geira hann er í og á hvaða markaði hann ætlar að vinna sína sigra.

 

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?

Deildu:


Viltu meira? Lestu meira

Sendu okkur athugasemd eða fyrirspurn. Ef þú vilt vita meira um efnið eða hefur eitthvað við það að athuga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Fylltu út eyðublaðið og sendu okkur línu núna.
Netfangið þitt:
Efni:
Skilaboð:
Hvað er tveir plús tveir (í tölustöfum)?
Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn & Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)