Samhæfð miðlun Cohn & Wolfe sannaði sig á síðasta ári og hafa viðskiptavinir fyrirtækisins í auknum mæli óskað eftir að tólum miðlunarinnar verði beitt í vöruþróun þeirra og markaðssetningu. 

Þetta skilaði sér í því að tekjur Cohn & Wolfe námu 200 milljónum dala um heim allan á síðasta ári og var það 25% aukning á milli ára. Helmingur tekna fyrirtækisins koma frá Bandaríkjunum. 

Donna Imperato, forstjóri Cohn & Wolfe, segir síðasta ár hafa verið frábært og árangurinn framar hennar björtustu vonum. 

Imperato segir að á þessu ári verði sótt á Asíumarkað af meiri krafti en áður. Angelina Ong hefur verið ráðin sem yfirmaður Cohn & Wolfe í álfunni. Hún var áður yfirmaður hjá Burson-Marsteller, sem er systurfyrirtæki Cohn & Wolfe innan WPP-samstæðunnar. Fleiri markaðssvæði eru jafnframt í kastljósinu hjá Cohn & Wolfe.

Imperato segir í samtali við netmiðilinn PRWeek að áherslan á þessu ári verði á mannaráðningar, þ.e. að ráða hæfasta fólkið til vinnu hjá Cohn & Wolfe. 

Cohn & Wolfe er með skrifstofur víða um heim. Þar á meðal í Reykjavík. Starfsmenn eru 1.200 talsins. Þar af um tíu hér á landi. Cohn & Wolfe er í eigu fyrirtækjastæðunnar WPP, einnar stærstu almannatengsla- og markaðsskrifstofu í heimi. Samgangur er á milli fyrirtækjanna og leita starfsmenn Cohn & Wolfe í Reykjavík til starfsfélaga sinna í öðrum löndum um heim allan ef á þarf að halda.

Allur réttur áskilinn © Cohn & Wolfe Íslandi 2020 | BCW Burson Cohn & Wolfe | WPP

Heimilt er að deila og dreifa öllu efni á síðunni sé heimildar getið eða tengill vísi á hana.
Allt efni á síðunnu er á ábyrgð Cohn Wolfe Íslandi | Meðferð persónuupplýsinga (Privacy Policy) | Kökur (Cookies)